Persónuverndarstefna
Fordaemi.is (hér eftir "fordaemi") er í eigu Nómi ehf., kt. 681218-0250 (hér eftir "Nomi" eða "félagið"). Nomi er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu í tengslum við notkun á fordaemi.is. Persónuupplýsingar eru unnar með lögmætum og gagnsæjum hætti. Við söfnum aðeins þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að veita þá þjónustu sem í boði er.
ÁSTÆÐA GAGNASÖFNUNAR TIL AÐ VEITA ÞJÓNUSTU
Fordaemi gerir notendum kleift að leita að fordæmum fyrir lagalegum málum án þess að skrá sig inn. Síðan gerir notandum einnig kleift að skrá sig inn til að útbúa skýrslur með gervigreindartækni þar sem fordæmi eru borin saman við fyrirspurn notanda. Meginástæða þess að við tengjum upplýsingar við netfang er til að búa til og senda skýrslur sem voru tengdar beiðni notenda. Þessar skýrslur eru nauðsynlegar til að notendur geti skoðað, sótt og fengið sendar skýrslurnar sínar. Við leggjum áherslu á að tryggja öryggi og einkalíf notenda í gegnum allt ferlið, frá skýrslugerð til afhendingar.
Við söfnum einnig upplýsingum um áskriftarteljara í þeim tilvikum þegar notendur kjósa að gerast áskrifendur að þjónustu okkar. Allar greiðsluupplýsingar eru hins vegar meðhöndlaðar og geymdar af þriðja aðila, Lemon Squeezy, til að tryggja hámarksöryggi og vernd persónuupplýsinga.
Notkun þriðja aðila, eins og auðkenningarþjónustu Clerk.com, fyrir auðkenningu notenda, er takmörkuð við nauðsynlegar upplýsingar eins og netfang og auðkenningarupplýsingar. Engar aðrar upplýsingar eru geymdar hjá þessum þriðja aðila, sem endurspeglar skuldbindingu okkar til að halda persónuupplýsingum notenda í lágmarki og aðeins nota þær í skýrt skilgreindum og lögmætum tilgangi.
Þessi nálgun á gagnasöfnun og -meðferð er grundvallaratriði í því að veita notendum okkar örugga, áreiðanlega og persónuverndarvæna þjónustu, án þess að gera málafærslu eða persónugreinanlegar upplýsingar aðgengilegar fyrir óviðkomandi aðila.
HVAÐA GÖGN SÖFNUM VIÐ OG GEYMUM?
Nomi ehf. safnar og geymir takmarkaðar persónuupplýsingar til að tryggja auðkenningu við notkun á fordaemi.is. Hér eru upplýsingarnar sem við söfnum og meðhöndlum:
- Netfang: Við geymum netfang notenda sem nauðsynlegt er til að stofna aðgang, útbúa og senda notenda skýrslur og veita aðgang að þeim ásamt því að hafa samskipti við notendur um uppfærslur eða breytingar á þjónustu okkar.
- Áskriftar upplýsingum: Við geymum einnungis upplýsingar um stöðu áskrifta notenda. Allar korta upplýsingar eru geymdar hjá þriðja aðila Lemon Squeezy (Lemonsqueezy.com). Sjá nánar persónuverndarstefnu Lemonsqueezy.com hérna (https://www.lemonsqueezy.com/privacy).
- Auðkenning með Clerk.com: Við notum Clerk.com sem þriðja aðila til auðkenningar notenda. Clerk.com geymir aðeins netfang og auðkenningarupplýsingar. Engar aðrar persónuupplýsingar né skýrslur eru geymdar eða meðhöndlaðar af Clerk.com. Sjá nánar um persónuverndarstefnu Clerk.com (https://clerk.com/legal/privacy)
- Netfang: Við geymum netfang notenda sem nauðsynlegt er til að stofna aðgang, senda skýrslur og veita aðgang að þeim ásamt því að hafa samskipti við notendur um uppfærslur eða breytingar á þjónustu okkar.
- Skýrslur: Við geyumum þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til þess að geta birt þær skýrslur til notenda sem þeir hafa beðið um að eru gerðar. Notendur geta ávallt varanlega eytt skýrslum.
- Gervigreind: Engar persónuupplýsingar nema upplýsingar í fyrirspurn notenda sem notandi slær sjálfur inn í leitarfærslu (við mælum aldrei með að setja persónuupplýsingar inn í leitarfyrirspurnir enda óþarft), eru sendar til gervigreindar til úrvinnslu við skýrslugerð. Við geymum upplýsingar varðandi fyrirspurnir til gervigreindar til þess að halda utan um kostnað og greina villur.
- Geolocation: Vercel Analytics safnar einnungis upplýsingum.
- Við geymum ekki IP-tölur eða persónutengda vefsíðunotkun.
- Við höldum ekki skrá yfir leitir né aðgerðir notenda (að öðru leiti en beðnir til að búta til skýrslur) eða tengjum flettingar á vefsíðu við einstaka notendur né IP tölur. Teljari varðandi notkun á vefsvæði er einnungis tengd við land.
VEFKÖKUR (COOKIES)
Vefsíður og vefkerfi fordaemi.is, nota vafrakökur einnungis til nauðsynlegra auðkenningar og aðgangsstýringar með Clerk.com. Með því að skrá þig inn á fordaemi.is samþykkir þú þær vafrakökur til auðkenningar.
SAMSKIPTI VIÐ NOTENDUR
Við gætum nýtt netfangið þitt til að veita mikilvægar upplýsingar um þjónustuna, svo sem tilkynningar um uppfærslur, breytingar á skilmálum, skilyrðum, og stefnum, sem og til að svara fyrirspurnum þínum og bregðast við beiðnum.
RÉTTUR TIL EYÐINGAR Á PERSÓNUUPPLÝSINGUM
Ef þú ákveður að hætta notkun þjónustu Nomi ehf. og óskar eftir að eyða notandareikningi þínum, mun Nomi ehf. eyða öllum persónuupplýsingum sem tengjast þér án tafar - aðrar en þær upplýsingar sem lagaleg skylda er að varðveita t.d. vegna bókhalds og reikninga. Það er sömuleðis hægt að framkvæma þessa aðgerð í viðmóti fordaemi.is. Þetta nær til allra upplýsinga sem eru beintengdar persónu þinni, s.s. netfangi þínu og skýrslum.
BREYTINGAR Á ÞESSARI PERSÓNUVERNDARSTEFNU
Nomi ehf. áskilur sér rétt til að gera breytingar á þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er til að endurspegla breytingar á lagalegu umhverfi, eða breytingar á innri starfsemi okkar. Ef breytingar eru gerðar, munum við tilkynna þér um þær með tölvupósti eða á annan skýran hátt á vefsíðu okkar. Við hvetjum þig til að endurskoða reglulega persónuverndarstefnuna til að vera vel upplýst(ur) um hvernig við verndum persónuupplýsingar þínar.