Skilmálar fordaemi
1. Inngangur
Skilmálar þessir gilda um aðgang að og notkun á vef fordaemi, rekstur af Nómi ehf., kt. 681218-0250, [Heimilisfang Nómi ehf.], hér eftir vísað til sem („fordaemi“). Með því að nýta sér þjónustu fordaemi staðfestir notandi síðunnar, hér eftir vísað til sem „notandi“, að hann hafi lesið skilmálana, kynnt sér efni þeirra til hlítar og samþykki þá í einu og öllu. Skilmálar þessir eru hluti af samningi aðila.
Skilmálar þessir taka til notkunar á vefsvæði fordaemi, sem veitir aðgang að og möguleika á að leita í gagnagrunni af málum og dómafordæmum á Íslandi, auk þess að geta búið til skýrslur með aðstoð gervigreindar. Notendur skilmálanna eru einstaklingar og lögaðilar sem nýta sér vefsvæði og þjónustu fordaemi til upplýsingaöflunar og skýrslugerðar.
2. Þjónustan
Skilmálar þessir gilda um aðgang að og notkun á þjónustu fordaemi, sem veitt er af Nómi ehf. Þjónustan býður notendum upp á aðgang að gagnagrunni af dómafordæmum og möguleika á að búa til skýrslur með aðstoð gervigreindar. Notkunin skal vera í samræmi við lög og siðferðislegar viðmiðanir.
fordaemi býður notendum upp á tæknilega lausn til að leita að og skoða dómafordæmi og úrskurði á Íslandi og Evrópu, sem og að búa til skýrslur og greiningar um þessi mál með hjálp gervigreindar.
Nómi ehf. áskilur sér rétt til að breyta, uppfæra eða bæta við þjónustuna án fyrirvara, til að tryggja bestu mögulegu þjónustu fyrir notendur.
Aðgangur að grunnþjónustu fordaemi, sem felur í sér leit að dómafordæmum, er gjaldfrjáls. Þó geta ákveðnir eiginleikar eða sérþjónusta, eins og skýrslugerð, fleiri niðurstöður, og fleiri leitarvalmöguleikar, kostað aukalega.
fordaemi sækjir upplýsingar frá tilheyrandi vefsvæðum. Ekki er hægt að tryggja að nýjustu, eða hvert og eitt dæmi sé til staðar út af möguleikum á villum og tímasetningu nýrra dóma / úrskurða miðað við uppfærslur í fordæmi.
Þjónustan gerir ráð fyrir að notendur geti búið til og deilt skýrslum ábyrgðarfullt, í samræmi við notkunarskilmála. Notendur bera ábyrgð á notkun og dreifingu þessara skýrslna.
Aðgangur að fordaemi getur tímabundið rofnað vegna tæknilegra bilana eða viðhalds. Nómi ehf. mun leitast við að halda slíkum truflunum í lágmarki og veita notendum uppfærslur þegar við á.
Einstaka sinnum hafnar gervigreindaraðili að vinna skýrslu út af efni fordæma eða fyrirspurnar. Þetta getur átt við ef um er að ræða ofbeldi eða efni sem er metið óviðeigandi eða hættulegt. Getur þetta orðið til þess að skýrslur eru tómar að hluta eða í heilu lagi.
3. Hlutleysi Nómi ehf.
3.1. Ábyrgð og upplýsingaveita
Nómi ehf., rekstraraðili fordaemi, veitir vettvang fyrir notendur til að leita að fordæmum og útbúa skýrslur og greiningar byggðar á málum með gervigreind. Ekki er eum að ræða lögfræðiráðgjöf af neinu tagi. Skýrslur og greining með gervigreind veitir einnungis samantekt á veitum upplýsingum. Notendur þurfa að vera var við að slík gervigreind (LLM - large language model) getur veit misvísandi og/eða rangar upplýsingar. Orðalag og orðanotkun getur líka verið röng. Út af efni fordæma eða fyrirspurn neitar gervigreindin stundum að svara. Nómi ber ekki ábyrgð á innihaldi né efni skýrslna. Nómi ehf. sækir upplýsingar úr gagnagrunnum og opinberum skrám og notar tæknilegar lausnir frá þriðja aðila, þar á meðal clerk.com fyrir auðkenningu og Lemon Squeezy fyrir greiðsluþjónustu. Nómi ehf. ber ekki ábyrgð á nákvæmni eða tæmandi eðli upplýsinga sem aflað er frá þessum þriðja aðilum, sbr. nánar í 10. gr. né að leitar útfærsla skili ávallt fullkomnum leitarniðurstöðum.
3.2. Eðli þjónustu
Notendur skulu vera meðvitaðir um að Nómi ehf. og fordaemi bjóða upp á tæknilega lausn sem gerir þeim kleift að leita að og greina fordæmi í íslenskum réttarmálum. fordaemi og þjónusta Nómi ehf. veitir hvorki lögfræðilega né skattalega ráðgjöf eða aðra faglega ráðgjöf. Notkun á þjónustunni er ætluð til að styðja við upplýsingaleit á grundvelli fyrirliggjandi gagna, án þess að vera endanlegt eða einstakt ráðgjafarúrræði.
4. Hugverkaréttindi
4.1. Eignarhald og notkunarréttur
Nómi ehf., rekstraraðili fordaemi, er rétthafi og eigandi allra hugverkaréttinda í tengslum við fordaemi þjónustuna. Notendum er veittur takmarkaður og tímabundinn notkunarréttur að viðkomandi hugbúnaði og gagnagrunnum gegn greiðslu gjalds samkvæmt gjaldskrá fordaemi. Hugverkaréttindum í þessu samhengi er átt við allar gerðir hugverkaréttinda, þar með talið en ekki takmarkað við, höfundarétt og tengd réttindi, einkaleyfi, vörumerki, viðskiptaauðkenni og lén, viðskiptavild, hönnunarrétt, réttindi vegna hugbúnaðar og gagnagrunna, know-how, og viðskiptaleyndarmál, ásamt öðrum tegundum hugverkaréttinda, hvort sem þau eru skráð eða óskráð.
Notkunarrétturinn felur í sér heimild til að nýta fordaemi þjónustuna til leitar að og greiningar á réttarmálum, og til að búa til skýrslur byggðar á þeim upplýsingum sem veittar eru í gegnum þjónustuna. Engin önnur notkun er leyfð án fyrirfram skriflegs samþykkis frá Nómi ehf. Notandi má ekki, beint eða óbeint, endurselja, endurdreifa, afrita, breyta, þýða, gera afleidd verk, framselja eða á annan hátt veita þriðja aðila aðgang að hugbúnaði eða gagnagrunnum fordaemi án fyrirfram skriflegs leyfis frá Nómi ehf.
5. Vinnsla upplýsinga
5.1. Vinnsla og miðlun upplýsinga
Með því að samþykkja skilmála þessa veitir notandi Nómi ehf. leyfi til að vinna og miðla upplýsingum sem safnað er í gegnum fordaemi þjónustuna. Þetta getur til dæmis falið í sér upplýsingar um leitarmynstur notenda, tegundir og einkenni mála sem notendur hafa áhuga á, og samantektir eða greiningar byggðar á gögnum úr málum. Nómi ehf. tryggir að upplýsingavinnsla og miðlun verði framkvæmd á þann hátt að ekki sé hægt að rekja upplýsingar til einstakra notenda.
5.2. Tilkynningar og samskipti
Nómi ehf. kann af og til að senda notendum nauðsynlegar tilkynningar og upplýsingar rafrænt, sem tengjast skráningu, aðgangi, eða notkun á fordaemi þjónustunni. Notendur skilja og samþykkja að seinkanir eða truflanir gætu átt sér stað í sendingu slíkra tilkynninga af ýmsum ástæðum. Nómi ehf. mun gera sitt besta til að tryggja að tilkynningar berist notendum tímabundið og örugglega, en getur ekki ábyrgst að tilkynningar berist alltaf á réttum tíma, né að þær innihaldi alltaf nýjustu eða réttar upplýsingar. Notandi samþykkir að Nómi ehf. beri enga skaðabótaskyldu vegna tilkynninga sem berast seint, ekki berast, eða innihalda rangar upplýsingar.
5.3. Persónuvernd og trúnaður
Í öllu sem varðar persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga hjá Nómi ehf. fer eftir persónuverndarstefnu fyrirtækisins, sem er aðgengileg á vefsíðu fordaemi. Þessi stefna útskýrir hvernig Nómi ehf. safnar, notar, og verndar persónuupplýsingar notenda, ásamt réttindum notenda varðandi upplýsingar sínar.
6. Trúnaður
6.1. Meðferð persónuupplýsinga
Allar persónugreinanlegar upplýsingar sem Nómi ehf. safnar í gegnum fordaemi þjónustuna eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál í samræmi við persónuverndarstefnu Nómi ehf. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga eru aðgengilegar í persónuverndarstefnunni.
7. Takmörkun ábyrgðar
7.1. Ábyrgð notanda
Nómi ehf. ber ekki ábyrgð á hvernig notendur, eða aðrir aðilar, nýta sér fordaemi þjónustuna.
7.2. Upplýsingar og gögn
Allar upplýsingar og gögn sem birtast í fordaemi þjónustunni byggjast á þeim gögnum sem notendur hafa aðgang að eða eru unnin í gegnum þjónustuna. Nómi ehf. staðfestir að upplýsingar sem birtast í fordaemi þjónustunni endurspegla einungis þau gögn sem notendur hafa aflað eða skapað. Nómi ehf. ber ekki ábyrgð á nákvæmni, tæmandi eðli eða áreiðanleika þessara upplýsinga.
7.3. Birting upplýsinga með fyrirvara
Allar upplýsingar sem birtar eru á vefsvæði fordaemi, hvort sem er um þjónustuna, notkunargjöld, eða aðrar lýsingar, eru gefnar út með fyrirvara um villur.
7.4. Samningsbundin vanefnd
Nómi ehf. ber ekki ábyrgð á vanefndum samkvæmt samningum sem gerðir eru í gegnum fordaemi þjónustuna. Efni samninga og efndir þeirra er á ábyrgð aðila samnings.
7.5. Undanþágur frá ábyrgð
Nómi ehf. skal ekki bera ábyrgð á:
- 7.5.1. Tjóni sem verður vegna misskilnings, vanþekkingar, rangrar notkunar eða misnotkunar á fordaemi þjónustunni af hálfu notenda eða annarra aðila.
- 7.5.2. Óþægindum eða tjóni vegna tæknivandamála eða truflana á þjónustu, hugbúnaði, eða kerfisbilunum sem tengjast notkun fordaemi.
- 7.5.3. Óþægindum eða tjóni sem stafar af rangri eða villandi upplýsingum frá þriðja aðila, eða þegar villa var við að sækja einstakar upplýsingar.
- 7.5.3. Óþægindum eða tjóni sem stafar af rangri, villandi, eða ónákvæmum upplýsingum í skýrslugerð gervigreindar. Gervigreind er ekki lögfræðingurinn þinn.
- 7.5.4. Óþægindum eða tjóni sem orsakast af ytri atvikum eins og náttúruhamförum, styrjöldum, farsóttum, verkföllum, eða öðrum óviðráðanlegum atburðum (force majeure).
8. Óheimil háttsemi og viðbrögð við henni
8.1. Notandi samþykkir að honum sé óheimilt að:
- 8.1.1. Skipulega og markvisst að sækja gögn eða annað efni af vefsvæði fordaemi, annað en þau gögn og upplýsingar sem beinlínis tilheyra notanda sjálfum, til að búa til eða safna saman, beint eða óbeint, safni eða gagnagrunni án skriflegs fyrirfram gefins samþykkis fordaemi. Er því óheimilt að sækja markvisst gögn eða annað efni sem tilheyra öðrum en notanda án slíks samþykkis fordaemi.
- 8.1.2. Framkvæma nokkrar þær aðgerðir sem geta verið til þess fallnar að ná fram tiltekinni virkni á vefsvæði fordaemi sem því er ekki ætlað, eða draga úr virkni vefsvæðis fordaemi eða trufla óhindraða notkun og upplifun annarra notenda á vefsvæði fordaemi, s.s. með kóða, vírusum, eða öðrum hætti, eða gera tilraun til þess. Öll misnotkun á vefsvæði fordaemi er óheimil, með hvaða hætti sem er.
- 8.1.3. Nýta síðuna á nokkurn hátt sem ekki er í samræmi við gildandi lög og reglur.
8.2.
Þessir skilmálar gilda á meðan notandi notar fordaemi.is og þangað til aðgangi hans að vefsvæði fordaemi er lokað af notanda eða fordaemi.
8.3.
fordaemi áskilur sér rétt til, hvenær sem er og án fyrirvara, að loka aðgangi að fordaemi.is ef notandi verður uppvís að misnotkun eða hefur brotið í bága við einhvert ákvæði þessara skilmála, eða ef notandi sýnir hegðun sem gefur til kynna að hann ætli ekki eða geti ekki uppfyllt ákvæði þessara skilmála.
8.4.
fordaemi áskilur sér rétt til, hvenær sem er og án fyrirvara, að loka vefsvæði fordaemi.is og/eða aðgangi notenda ef það er metið nauðsynlegt til að tryggja öryggi þjónustunnar, notenda, eða upplýsinga á vefsvæði fordaemi.is, eða vegna annarra öryggisástæðna.
13. Meðferð ágreinings
- 13.1. Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum.
- 13.2. Verði ágreiningur milli aðila í tengslum við túlkun skilmála þessara eða samninga sem gerðir eru á grundvelli þeirra skulu þeir leitast við að leysa þann ágreining með samkomulagi sín á milli. Náist slíkt samkomulag ekki, er aðilum heimilt að leggja ágreininginn fyrir dómstóla og skal málið þá rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
14. Breytingar á skilmálum þessum
- 14.1. Þjónustuveitandi áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum án fyrirvara, tilkynning um skilmálabreytingu er send notendum í gegnum vefsíðu eða tölvupóst.